Nokkuð hefur verið fjallað um hugtakið gullhúðun EES-reglna, sem stundum er nefnd blýhúðun. Þar er átt við að stjórnvöld gangi lengra við innleiðingu EESgerða en lágmarkskröfur EESsamningsins kveða á um. Niðurstaðan getur verið íþyngjandi innlendar reglur umfram það sem viðgengst annars staðar á EES-svæðinu sem er hætt við að komi niður á samkeppnishæfni Íslands.

Nokkuð hefur verið fjallað um hugtakið gullhúðun EES-reglna, sem stundum er nefnd blýhúðun. Þar er átt við að stjórnvöld gangi lengra við innleiðingu EESgerða en lágmarkskröfur EESsamningsins kveða á um. Niðurstaðan getur verið íþyngjandi innlendar reglur umfram það sem viðgengst annars staðar á EES-svæðinu sem er hætt við að komi niður á samkeppnishæfni Íslands.

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) skiluðu nýlega inn 24 ábendingum til starfshóps utanríkisráðherra sem nú er að störfum og ætlað er að vinna gegn gullhúðun EESreglna hér á landi. Ekki var um tæmandi lista að ræða. Þá var bent á í umsögn SFF að gengið hefði verið lengra með íþyngjandi lögum og reglum á fleiri sviðum gagnvart fjármálastarfsemi en EES-samningurinn næði yfir, svo sem í hærri sértækum sköttum á fjármálafyrirtæki hér á landi en í nágrannaríkjunum.

Umfang reglna margfaldast á síðustu árum

Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, bendir á að umfang EES-reglna sem tengjast fjármálamörkuðum hefur aukist stórkostlega á undanförnum árum en í ár eru 30 ár síðan EES-samningurinn tók gildi. Fram hafi komið af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að Evrópureglur tengdar fjármálamörkuðum sem voru innleiddar í EES-samninginn á árunum 2018 til 2023 hafi verið nærri 700 eða um 140 á ári að jafnaði. Til samanburðar voru slíkar innleiðingar tengdar fjármálamörkuðum 196 frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 til ársins 2018 eða innan við tíu á ári að jafnaði. Þá séu nokkur stór innleiðingarmál tengd fjármálamörkuðum framundan hér á landi á næstu árum.

„Það útheimtir umtalsverðan kostnað og fyrirhöfn fyrir fjármálafyrirtæki að kortleggja þetta völundarhús regluverksins og það bitnar ekki síður á viðskiptavinum þegar þeir sækja sér fjármálaþjónustu. Smæð íslenska hagkerfisins leiðir af sér að íslensk fjármálafyrirtæki eru einnig afar smá í evrópskum samanburði. Þess vegna þarf að passa að íþyngja þeim ekki meira en nauðsyn krefur þegar kemur að innleiðingu regluverks frá Evrópu,“ segir Jóna Björk.

Hún nefnir einnig að vandamál tengd flóknu lagaumhverfi séu ekki séríslensk. Yfirmenn fjármálaeftirlita á hinum Norðurlöndunum hafi fyrir nokkrum árum varað við umfangi og flækjustigi evrópska regluverksins tengdu fjármálamörkuðum. Umfangið sé orðið slíkt að hætt sé við því að tilgangur reglnanna gleymist. Hér á landi sé umfang regluverksins og fjöldi innleiðinga áskorun fyrir bæði innlend fjármálafyrirtæki og stjórnvöld og eftirlitsaðila sökum smæðar landsins. Því sé enn brýnna en ella að ganga ekki lengra en nauðsyn krefur við lagasetningu og innleiðingar.

Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins um SFF daginn. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild hér.