Hagnaður Kirkbi, fjár­festa­fé­lag Lego-fjöl­skyldunnar, nam 3,7 milljörðum danskra króna í fyrra sem sam­svarar 74 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt Børsen átti fjár­festinga­fé­lagið þó heldur storma­samt ár þar sem af­skriftir settu strik í reikninginn.

Kirkbi þurfti að af­skrifa um 1,8 milljarða danskra króna í tveimur Legoland-skemmti­görðum í eigu Merlin En­terta­in­ments en Kirkbi á 47,5% hlut í fyrir­tækinu. Af­skriftirnar eru hluti af um milljarða dala tapi Merlin í fyrra.

Hagnaður Kirkbi, fjár­festa­fé­lag Lego-fjöl­skyldunnar, nam 3,7 milljörðum danskra króna í fyrra sem sam­svarar 74 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt Børsen átti fjár­festinga­fé­lagið þó heldur storma­samt ár þar sem af­skriftir settu strik í reikninginn.

Kirkbi þurfti að af­skrifa um 1,8 milljarða danskra króna í tveimur Legoland-skemmti­görðum í eigu Merlin En­terta­in­ments en Kirkbi á 47,5% hlut í fyrir­tækinu. Af­skriftirnar eru hluti af um milljarða dala tapi Merlin í fyrra.

Aldrei gott að borga of mikið

Þá þurfti Kirkbi að færa niður bók­fært virði eignar­hlutar síns í kennslu­for­ritinu Brain­pop um 2,8 milljarða danskra króna. Kirkbi keypti fyrir­tækið fyrir 6 milljarða danskra króna árið 2022.

„Þetta er aldrei gott því þetta sýnir að við höfum borgað of mikið fyrir fé­lagið,“ segir Søren Thorup Søren­sen, fram­kvæmda­stjóri Kirkbi í sam­tali við Børsen. „Við sjáum ekki eftir fjár­festingunni en við sjáum eftir því að þurfa að færa virðið niður,“ segir Søren­sen.

Stærsta eign fé­lagsins er 75% hlutur í The Lego Group en hagnaður fé­lagsins jókst um 20,7% milli ára og skilaði 16,4 milljörðum danskra króna hagnaði fyrir skatt.

„Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta á­gætis ár,“ segir Søren­sen.