Sam­kvæmt niður­stöðum þjóð­hags­reikninga er á­ætlað nafn­virði vergrar lands­fram­leiðslu (VLF) um 1080,3 ma.kr. á þriðja árs­fjórðungi þessa árs og vöxtur hennar á föstu verð­lagi (hag­vöxtur) um 1,1% miðað við sama tíma­bil í fyrra, sam­kvæmt Hag­stofu Ís­lands.

Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist verg lands­fram­leiðsla að raun­virði um 4,2% meiri en á sama tíma í fyrra.

Hag­stofan á­ætlar að verg lands­fram­leiðsla á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 hafi aukist um 4,2% að raun­virði borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2022.

Þjóðar­út­gjöld jukust á sama tíma um 1,4% en þar af reyndist vöxtur einka­neyslu um 1,3%, sam­neyslu um 1,7% á meðan fjár­muna­myndun dróst saman um 1,3%. Út­flutningur jókst um 5,7% að raun­virði en inn­flutningur var ó­breyttur.

Þjóðar­út­gjöld drógust þó saman um 1,2% á þriðja árs­fjórðungi saman­borið við þriðja árs­fjórðung í fyrra.

„Af undir­liðum þjóðar­út­gjalda er á­ætlað að einka­neysla hafi dregist saman að raun­virði um 1,7% og fjár­muna­myndun um 4,3%. Hins vegar er talið að sam­neysla hafi aukist um 2,3% að raun­virði saman­borið við þriðja árs­fjórðung 2022,“ segir á vef Hag­stofunnar.

Hag­stofan á­ætlar að fram­lag utan­ríkis­við­skipta til hag­vaxtar hafi mælst já­kvætt um 2,2% á þriðja árs­fjórðungi og að af­gangur af vöru- og þjónustu­jöfnuði hafi numið um 5,2% af VLF saman­borið við 4,8% á sama árs­fjórðungi í fyrra.

Niður­stöður þjóð­hags­reikninga gefa til kynna að árs­tíða­leið­rétt lands­fram­leiðsla hafi dregist saman um 3,8% að raun­virði á milli annars og þriðja árs­fjórðungs þessa árs.

„Þegar kórónu­veirufar­aldurinn reið yfir árið 2020 og sótt­varnar­að­gerðir voru við lýði dró úr um­svifum í hag­kerfinu sem merkja má á þróun VLF á þeim tíma. Niður­stöður þjóð­hags­reikninga gefa til kynna að VLF á föstu verð­lagi hafi ekki mælst meiri síðan far­aldurinn reið yfir og á þriðja árs­fjórðungi var hún um 4,8% hærri en á sama tíma árið 2019.”

Sam­dráttur í einka­neyslu

Hag­stofan greinir frá því að einka­neysla dróst saman um 1,7% að raun­virði á þriðja árs­fjórðungi sem er skarpur við­snúningur borið saman við sama tíma­bil árið 2022.

„Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs jókst einka­neysla um 1,3% að raun­virði frá fyrra ári. Út­gjöld Ís­lendinga er­lendis sýna á­fram­haldandi sam­drátt og einnig hægðist á annarri inn­lendri neyslu. Tölu­verður sam­dráttur mælist í kaupum öku­tækja eða 5,2% en það er liður sem vegur tals­vert í neyslu­út­gjöldum heimilanna.“

Vöxtur út­flutnings á þriðja árs­fjórðungi þessa árs er á­ætlaður 0,5% miðað við sama tíma fyrir ári en líkt og undan­farna árs­fjórðunga má rekja vöxtinn til út­fluttrar þjónustu sem jókst um 7,4% að raun­virði frá fyrra ári. Frá fyrri árs­fjórðungi reiknast um 3,1% raun­virðis­minnkun árs­tíða­leið­rétts út­flutnings á þriðja árs­fjórðungi.

Á­ætlanir fyrir utan­ríkis­við­skipti gefa til kynna að þau hafi skilað já­kvæðu fram­lagi til hag­vaxtar á þriðja árs­fjórðungi eða sem nemur um 2,2% og er því um á­fram­hald að ræða frá öðrum árs­fjórðungi líðandi árs.