Páll Pálsson, fasteignasali, undrar sig á því að ekki sé til ein einasta nefnd sem vinni að því að finna lausnir til að gera Ísland að lágvaxtalandi. Á sama tíma er 80 manna nefnd sem vinni að nýrri byggingarreglugerð.

Fjöldi þeirra sem hafa neyðst til að færa lánin sín úr óverðtryggðum yfir í verðtryggð hefur stóraukist undanfarna mánuði. Í ágúst námu verðtryggð lán til heimila 17,8 milljörðum króna en verðtryggð lán tvöfölduðust í júlí milli mánaða.

Páll Pálsson, fasteignasali, undrar sig á því að ekki sé til ein einasta nefnd sem vinni að því að finna lausnir til að gera Ísland að lágvaxtalandi. Á sama tíma er 80 manna nefnd sem vinni að nýrri byggingarreglugerð.

Fjöldi þeirra sem hafa neyðst til að færa lánin sín úr óverðtryggðum yfir í verðtryggð hefur stóraukist undanfarna mánuði. Í ágúst námu verðtryggð lán til heimila 17,8 milljörðum króna en verðtryggð lán tvöfölduðust í júlí milli mánaða.

„Það er óskiljanlegt að það sé ekki unnið að því að geta einfaldlega boðið upp á óverðtryggð lán á 1-3% vöxtum eins og löndin í kringum okkur. Þau lönd eru til að mynda með 2-3% vexti þrátt fyrir að verðbólgan sé líka há hjá þeim. Það er hægt að leysa þetta, það þarf bara kerfisbreytingu.“

Páll segir lánin sem um ræðir séu í kringum 5.200 og spáir því að bankar endi á að bjóða fólki ákveðna valkosti, hvort sem lánin endi þá sem verðtryggð, óverðtryggð og á breytilegum eða föstum vöxtum.

Hann segir valkostina vera skýra en erfiða. Fólk geti annaðhvort farið yfir í verðtryggð lán þar sem eignin er étin upp eða það geti reynt að hafa úthald í óverðtryggðum lánum og grætt 7-10% af verðbólgunni.

„Þetta er hins vegar ekki ómögulegt að leysa. Við sáum það til að mynda með hlutdeildarlánin en þar tókst að leiðrétta einhverja milljarða eftir hrun. Þannig það er búið að sýna fram á að þetta er hægt,“ segir Páll.