Stjórn Orku­veitu Reykja­víkur heimilaði Orku­veitunni að hækka skamm­tíma­lána­samning við Car­b­fix um allt að 800 milljón krónur eða sam­tals 2,8 milljarða króna vegna rekstrar og fram­kvæmda á síðari hluta ársins 2023 þar til hluta­fjár­aukning fé­lagsins gengur eftir.

Þetta kemur fram í fundar­gerð Orku­veitunnar frá 28. ágúst en vikuna áður sam­þykkti borgar­ráð að veita Orku­veitunni heimild til að stofna nýtt hluta­fé­lag um rekstur Car­b­fix.

Rekstur Car­b­fix hefur verið í opin­beru hluta­fé­lagi frá árinu 2019 en undir­búningur að sölu á nýju hluta­fé í Car­b­fix hefur staðið yfir í dá­góðan tíma.

Stjórn Orku­veitu Reykja­víkur heimilaði Orku­veitunni að hækka skamm­tíma­lána­samning við Car­b­fix um allt að 800 milljón krónur eða sam­tals 2,8 milljarða króna vegna rekstrar og fram­kvæmda á síðari hluta ársins 2023 þar til hluta­fjár­aukning fé­lagsins gengur eftir.

Þetta kemur fram í fundar­gerð Orku­veitunnar frá 28. ágúst en vikuna áður sam­þykkti borgar­ráð að veita Orku­veitunni heimild til að stofna nýtt hluta­fé­lag um rekstur Car­b­fix.

Rekstur Car­b­fix hefur verið í opin­beru hluta­fé­lagi frá árinu 2019 en undir­búningur að sölu á nýju hluta­fé í Car­b­fix hefur staðið yfir í dá­góðan tíma.

Samþykktu skilmála sjóðstýringarfyrirtækis

Sam­kvæmt Orku­veitunni gæti hluta­fjár­mögnunin numið um 1,4 milljörðum króna en fjöldi al­þjóð­legra fjár­festa hafa lýst yfir á­huga, m. a. Credit Suis­se og Equ­in­or sem er fjár­festinga­fyrir­tæki norska ríkis­olíu­fé­lagsins.

Innherji greindi frá því í morgun að stjórn OR hafi samþykkt að gangast undirgangast tiltekna skil­mála til­boðs Stonepeak sem er banda­rískt sjóð­stýringar­fyrir­tæki og einn stærsti inn­viða­fjár­festir heims.

Car­b­fix hefur hannað lausnir til að binda kol­díoxíð varan­lega í berg en á­ætlað er að Car­b­fix verji 40 milljörðum á árunum 2023 til 2027 í upp­byggingu förunar­stöðva fyrir kol­díoxíð og í frekari rann­sóknir.

Um­fangs­mest verði þó á­form fé­lagsins við Straums­vík, þar sem CODA-verk­efnið verður byggt upp og á sala nýs hluta­fjár í Car­b­fix að nýtast í fjár­mögnun á hluta fjár­festinganna.

Car­b­fix hlaut styrk í fyrra sem nemur 16 milljörðum króna frá Ný­sköpunar­sjóði ESB til upp­byggingar á mótt­töku- og förgunar­mið­stöðinni Coda Terminal, Sóda­stöðinni, í Straums­vík.

Undir lok síðasta árs var greint frá því að mið­stöðin verði sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og á­ætlað að styrk­upp­hæðin nemi ríf­lega þriðjungi af kostnaði verk­efnisins. Á­ætlað er að starf­semin hefjist um mitt ár 2026 og nái fullum af­köstum árið 2031.