Á hverju ári fara fjölmargir atvinnuleitendur í gegnum viðskiptahraðalinn Frumkvæði á vegum Vinnumálastofnunar en verkefnið gerir atvinnulausum frumkvöðlum kleift að vinna að viðskiptahugmynd í sex mánuði.

Að þeim tíma loknum á viðkomandi að hafa getað stofnað eigið fyrirtæki og skráð sig í fullt starf eða hlutastarf. Um 230 verkefni hafa farið í gegnum hraðalinn og hafa 80 fyrirtæki verið stofnuð sem er þriðjungur þeirra verkefna sem fara í gegnum hraðalinn.

Á hverju ári fara fjölmargir atvinnuleitendur í gegnum viðskiptahraðalinn Frumkvæði á vegum Vinnumálastofnunar en verkefnið gerir atvinnulausum frumkvöðlum kleift að vinna að viðskiptahugmynd í sex mánuði.

Að þeim tíma loknum á viðkomandi að hafa getað stofnað eigið fyrirtæki og skráð sig í fullt starf eða hlutastarf. Um 230 verkefni hafa farið í gegnum hraðalinn og hafa 80 fyrirtæki verið stofnuð sem er þriðjungur þeirra verkefna sem fara í gegnum hraðalinn.

Ásdís Guðmundsdóttir er verkefnastjóri Frumkvæðis og segir í samtali við Viðskiptablaðið að mikilvægur partur af hraðlinum sé jafningjafræðsla þar sem uppbyggileg gagnrýni fer fram.

„Þátttakendur halda svo oft samskiptum og samstarfi áfram eftir að verkefninu lýkur og má með sanni segja að þarna byggist upp verðmætt tengslanet sem nýtist í fyrirtækjarekstrinum,“ segir Ásdís.

Í reglugerð um vinnumarkaðsaðgerðir er kveðið á um að atvinnuleitendum sé gefinn kostur á því að skapa eigin störf að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig þarf viðkomandi ekki að vera í virkri atvinnuleit, þarf að kynna sér stofnun og rekstur fyrirtækja og skila inn viðskiptaáætlun eða ígildi hennar.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands var með samning við Vinnumálastofnun um námskeiðahald og hélt NMÍ staðnámskeið á íslensku. Eftir að stofnunin var lögð niður var lögð talsverð vinna í að endurskoða úrræðið og aðlaga það að nýjum og breyttum aðstæðum og kröfum, til dæmis varðandi möguleika á fjarnámi og aðkomu þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

Fyrirtækjasmiðja Frumkvæði stendur yfir í 2 mánuði þar sem 10-15 þátttakendur hittast 12 sinnum og fá þjálfun og fræðslu frá Senza Partners auk þess að halda 5 kynningar í formi lyfturæðu, stöðuskýrslu og tvisvar sinnum 5 mínútna fjárfestakynningu.

Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi hjá Senza Partners, segir að það séu þrjú grunnatriði sem hann fer í gegnum með þátttakendum.

„Í fyrsta lagi er það LEAN aðferðafræðin sem gengur út á að ýta fólki upp úr skrifborðsstólnum og út meðal framtíðarviðskiptavina. Í öðru lagi að samtímis forma viðskipta- og fjárhagsáætlun sem í lok fyrirtækjasmiðjunnar og að lokum allt sem snýr að því að kynna verkefnin sín."

Einar segir að í fyrirtækjasmíðinni er mikið um smærri sem eru þó líkleg til að halda velli ef fólk temur sér ákveðin grunnvinnubrögð.

Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi hjá Senza Partners.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Jón Páll Helgason er einn þeirra þátttakenda í Frumkvæði og starfar nú í fullu starfi hjá sínu fyrirtæki, Nordic development partners. Hann er frá Neskaupstað og Reyðarfirði og hefur starfað sem verkefnastjóri frá HR. Jón er einnig forsvarsmaður fyrirtækisins Ekkert mál.

„Þátttakan í frumkvæði var lykilþáttur í að þetta allt saman gekk eftir. Það reyndist mjög gagnlegt að fá fræðslu og eftirfylgni frá reynslumiklum leiðbeinendum ásamt verkefnavinnu sem nýttist vel til að halda sér við efnið,” segir Jón.

Hann bætir við að uppbyggileg gagnrýni hafi verið mikilvæg og ýtti stuðningurinn frá öðrum undir keppnisskapið.

„Til dagsins í dag, í gegnum þetta samstarf, höfum við haft tækifæri til að greiða á þriðja hundrað milljónir í laun til starfmanna og launatengd gjöld. Má því segja að fjárfestingin frá Frumkvæði hafi margborgað sig. Þó að ég sé nokkuð stoltur af árangrinum hingað til þá er mikið verk eftir og alltaf hægt að gera betur. Fyrirtækið er enn ungt og í samstarfi við okkar einstaklega góðu viðskiptavini hlökkum við til að halda áfram að skapa fjölbreytt og gefandi atvinnutækifæri á Íslandi.”