Handritshöfundar í Hollywood snéru aftur til vinnu klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma eftir rúmlega fimm mánaða verkfall.

Leiðtogar verkalýðsfélags handritshöfunda, Writers Guild of America, samþykktu einróma að snúa aftur til vinnu og munu þeir 11.500 meðlimir WGA koma til með að kjósa hvort samþykkja eigi þriggja ára samning um laun, vinnuvernd og notkun gervigreindar eða ekki.

Handritshöfundar í Hollywood snéru aftur til vinnu klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma eftir rúmlega fimm mánaða verkfall.

Leiðtogar verkalýðsfélags handritshöfunda, Writers Guild of America, samþykktu einróma að snúa aftur til vinnu og munu þeir 11.500 meðlimir WGA koma til með að kjósa hvort samþykkja eigi þriggja ára samning um laun, vinnuvernd og notkun gervigreindar eða ekki.

Verkfallið hófst 2. maí síðastliðinn en þann 13. júlí bættust meðlimir Screen Actors Guild (SAG) við í hópinn. Verkfallið er því það lengsta sem sést hefur í Hollywood í áratugi og hefur kostað bandaríska hagkerfið um 5 milljarða dali.

Deilan hefur haft áhrif á framleiðslu þátta á borð við The Handmaid‘s Tale, Stranger Things, The Last of Us og Yellowjackets. Þáttarstjórnandi Real Time, Bill Maher, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist ætla að snúa aftur með nýja þætti frá og með föstudeginum.

Bæði leikarar og handritshöfundar hafa barist fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum en segjast hafa mikinn áhuga á að takmarka notkun gervigreindar í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta í framtíðinni.