Ró­bert R. Spanó, fyrr­ver­andi for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands hef­ur farið yfir álitsgerð lögmannsstofunnar Logos fyrir lífeyrissjóðina varðandi ÍL-sjóð.

Róbert tel­ur fyrirætlanir fjármálaráðaherra um að slíta sjóðnum andstæðar stjórn­ar­skránni sem og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Viðskiptablaðið fjallaði um sjónarmið Róberts fyrr í kvöld.

Segir lögfræði Róberts Spánó hentilögfræði

Hannes Hólmsteinn Gissurarson gefur ekki mikið fyrir lagatúlkanir Róberts Spánó. Hann rifjar upp á samfélagsmiðlum í kvöld að Róbert hafi farið yfir tillögur þingmannanefndar um ákærur á hendum ráðherrum í kjölfar falls viðskiptabankanna þriggja árið 2008.

Hannes segir að ráð Róberts hafi gefist illa.

Hér á eftir er færsla Hannesar Hólmsteins á Facebook:

Róbert Spanó er misvitur lögfræðingur eins og Eyjólfur Bölverksson forðum. Hann fór árið 2010 yfir tillögur þingmannanefndar Atla Gíslasonar um ákærur á hendur fjórum ráðherrum með tilliti til skýrleika.

Landsdómur vísaði síðan tveimur þeirra frá vegna óskýrleika og sýknaði fyrir þrjár þeirra. Ráð Róberts gáfust illa.

Ég fer yfir þetta í bók minni um landsdómsmálið. Því miður er lögfræði Róberts að miklu leyti hentilögfræði. Og líklega hefði átt betur við að birta myndina alræmdu af honum með Erdogan Tyrklandsforseta.