Ásgerður Ósk Pétursdóttir er nýjasti meðlimur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands og hefur nú setið fimm ákvörðunarfundi nefndarinnar. Hún segir næsta víst að hún hefði kosið að hækka stýrivexti í síðustu viku ef ekki hefði komið til jarðhræringanna, rétt eins og hún lýsti raunar yfir vilja til á fundinum þar á undan líka.

Á fundi Peningastefnunefndar í síðustu viku var þrátt fyrir það ákveðið að halda vöxtum enn óbreyttum þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur, en jarðhræringarnar á Reykjanesskaga höfðu þar mikið að segja.

„Það er mjög mikil óvissa í kringum þetta. Allar horfur voru metnar og spáin gerð áður en Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi. Í því ljósi fannst mér mun skynsamlegra að staldra við og sjá hvað setur í bili,“ segir Ásgerður.

Að hamförunum á Reykjanesskaga undanskildum segir Ásgerður hins vegar ljóst að aðstæður hvað verðbólguþróun varðar hafi farið versnandi. Hún segir ekkert sjálfgefið hvernig peningastefnan skuli bregðast við atburðum sem þessum og nefnir söguleg dæmi erlendis frá bæði um vaxtahækkun og -lækkun í kjölfar náttúruhamfara.

Ásgerður Ósk Pétursdóttir er nýjasti meðlimur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands og hefur nú setið fimm ákvörðunarfundi nefndarinnar. Hún segir næsta víst að hún hefði kosið að hækka stýrivexti í síðustu viku ef ekki hefði komið til jarðhræringanna, rétt eins og hún lýsti raunar yfir vilja til á fundinum þar á undan líka.

Á fundi Peningastefnunefndar í síðustu viku var þrátt fyrir það ákveðið að halda vöxtum enn óbreyttum þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur, en jarðhræringarnar á Reykjanesskaga höfðu þar mikið að segja.

„Það er mjög mikil óvissa í kringum þetta. Allar horfur voru metnar og spáin gerð áður en Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi. Í því ljósi fannst mér mun skynsamlegra að staldra við og sjá hvað setur í bili,“ segir Ásgerður.

Að hamförunum á Reykjanesskaga undanskildum segir Ásgerður hins vegar ljóst að aðstæður hvað verðbólguþróun varðar hafi farið versnandi. Hún segir ekkert sjálfgefið hvernig peningastefnan skuli bregðast við atburðum sem þessum og nefnir söguleg dæmi erlendis frá bæði um vaxtahækkun og -lækkun í kjölfar náttúruhamfara.

Óvissa um bæði magn og formerki áhrifanna

Erfitt sé að meta líkleg áhrif jarðhræringanna að svo stöddu, ekki aðeins hvað magn þeirra varðar heldur jafnvel sjálft formerkið. „Þessar hræringar ,“ segir Ásgerður, og á þar bæði við í bókstaflegri, jarðfræðilegri merkingu og í óefnislegri merkingu sem vísar til óvissu og óróa íslensks efnahagslífs vegna þeirra fyrrnefndu, „gætu bæði endað á að auka eða draga úr verðbólguþrýstingi þegar upp er staðið, og það er alls ekki augljóst hvort verður raunin enn sem komið er.“

Hvað varðar líklega ákvörðun nefndarinnar hefði ekki til hamfaranna komið segist Ásgerður ekki geta svarað fyrir aðra nefndarmenn, en fyrir sína parta telur hún næsta víst að hún hefði kosið að hækka vexti. „Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu ef maður horfir á verðbólguhorfur og hvert er okkar markmið.“

Nánar er rætt við Ásgerði í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðvikudag.