Peninga­stefnu­nefnd sviss­neska seðla­bankans hefur á­kveðið að halda stýri­vöxtum bankans ó­breyttum í 1,75%, sam­kvæmt yfir­lýsingu nefndarinnar í morgun.

Hag­fræðingar höfðu spáð 25 punkta hækkun í 2% stýri­vexti en bankinn taldi slíkt vera ó­þarfi en verð­bólga í Sviss hefur lækkað veru­lega á síðustu mánuðum.

Árs­verð­bólga í Sviss mældist 1,6% í ágúst­mánuði. Að mati nefndarinnar hafa þrengingar í peninga­stefnu síðustu árs­fjórðunga þrýst verð­bólgunni niður.

Peninga­stefnu­nefnd sviss­neska seðla­bankans hefur á­kveðið að halda stýri­vöxtum bankans ó­breyttum í 1,75%, sam­kvæmt yfir­lýsingu nefndarinnar í morgun.

Hag­fræðingar höfðu spáð 25 punkta hækkun í 2% stýri­vexti en bankinn taldi slíkt vera ó­þarfi en verð­bólga í Sviss hefur lækkað veru­lega á síðustu mánuðum.

Árs­verð­bólga í Sviss mældist 1,6% í ágúst­mánuði. Að mati nefndarinnar hafa þrengingar í peninga­stefnu síðustu árs­fjórðunga þrýst verð­bólgunni niður.

Í yfir­lýsingu bankans segir þó að nefndin úti­loki ekki frekari vaxta­hækkanir á árinu til að tryggja verð­jafn­vægi yfir veturinn.

Sviss­neski frankinn féll um 0,7% gagn­vart Banda­ríkja­dal í kjöl­far á­kvörðunarinnar.