Hlutabréf bandarísku bílasölunnar Carvana hækkuðu um 30% í morgun eftir að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt sem sýndi fram á árshagnað í fyrsta skipti.

Carvana hagnaðist um 450 milljónir dala árið 2023 en tapaði 1,59 milljörðum dala árið 2022.

Gengi félagsins hækkaði einnig um 30% í júlí í fyrra þegar fyrirtækið náði samkomulagi um endurskipulagningu skulda.

Hlutabréf bandarísku bílasölunnar Carvana hækkuðu um 30% í morgun eftir að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt sem sýndi fram á árshagnað í fyrsta skipti.

Carvana hagnaðist um 450 milljónir dala árið 2023 en tapaði 1,59 milljörðum dala árið 2022.

Gengi félagsins hækkaði einnig um 30% í júlí í fyrra þegar fyrirtækið náði samkomulagi um endurskipulagningu skulda.

Skuldir Carvana fyrir samninginn námu þá 8,5 milljörðum dala og voru 74,5% af þeim skuldum óverðtryggðar. Fyrirtækið hafði þá unnið að því að klára samninginn í meira en ár en hlutabréf Carvana voru að hrynja vegna skuldastöðu og heimsfaraldurs.

Fyrirtækið tók það fram í ársuppgjöri sínu að mikil óvissa væri enn bílasölumarkaðnum en býst þó við áframhaldandi vexti á þessu ári.