Hluta­bréf í skó­fram­leiðandanum Dr. Martens hafa lækkað um 26% í Kaup­höllinni í Lundúnum í dag eftir að fyrir­tækið birti fjórðu af­komu­við­vörun sína á árinu.

Sam­kvæmt skó­fram­leiðandanum eru erfiðar efna­hags­að­stæður að hafa á­hrif á sölu­tekjur fyrir­tækisins. Tekjur fé­lagsins drógust saman um 5% á fyrstu sex mánuðum ársins og námu 396 milljónum punda eða 69 milljörðum ís­lenskra króna.

Hagnaður fé­lagsins hefur dregist saman um 55% og nam 26 milljónum pund á fyrstu sex mánuðum ársins.

Í af­komu­við­vörun fé­lagsins segir að út­lit sé fyrir að sölu­tekjur muni dragast enn meira saman á næstu sex mánuðum, sér í lagi vegna dræmrar sölu í Banda­ríkjunum. Fé­lagið býst við 8% tekju­sam­drætti á árinu.

Dr Martens skór.
Dr Martens skór.
© epa (epa)

Gengið stendur í 85 penní og hefur lækkað um 57% á árinu. Dr. Martens var skráð á markað í janúar 2021 og var útboðsgengið 370 penní. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um 80% frá skráningu.