Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega í 2,3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan eða um 700 milljónir króna var með hlutabréf Eimskips sem hækkuðu um 4% og réttu þar með aðeins úr kútnum eftir töluverða lækkun á síðustu vikum.

Við lokun Kauphallarinnar í gær stóð hlutabréfaverð Eimskips í 372 krónum á hlut eftir 23% lækkun frá áramótum. Gengi félagsins hafði ekki verið lægra síðan í ágúst 2021. Gera má ráð fyrir að lækkunin skýrist einkum af versnandi markaðsaðstæðum í skipaflutningsgeiranum ásamt því að rekstrarniðurstaða fjórða ársfjórðungs hjá Eimskip var undir væntingum stjórnenda.

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega í 2,3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan eða um 700 milljónir króna var með hlutabréf Eimskips sem hækkuðu um 4% og réttu þar með aðeins úr kútnum eftir töluverða lækkun á síðustu vikum.

Við lokun Kauphallarinnar í gær stóð hlutabréfaverð Eimskips í 372 krónum á hlut eftir 23% lækkun frá áramótum. Gengi félagsins hafði ekki verið lægra síðan í ágúst 2021. Gera má ráð fyrir að lækkunin skýrist einkum af versnandi markaðsaðstæðum í skipaflutningsgeiranum ásamt því að rekstrarniðurstaða fjórða ársfjórðungs hjá Eimskip var undir væntingum stjórnenda.

Sjóvá hækkaði næst mest af félögum Kauphallarinnar eða um 1,3% í 455 milljóna veltu. Gengi Sjóvá stendur nú í 44,05 krónum á hlut eftir 10% hækkun frá áramótum.

Fjórtán félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins. Þar af lækkaði Hampiðjan mest eð aum 2,6% í 80% milljóna viðskiptum. Gengi Hampiðjunnar hefur engu að síður hækkað um 7,9% frá áramótum og stendur nú í 151 krónu á hlut.