Hluta­bréf í Hawa­i­ian Holdings, móður­fé­lag Hawa­i­ian Air­lines, hækkuðu um 184% í fram­virkum samningum fyrir lokuðum markaði í dag.

Í morgun var greint frá því að flug­fé­lagið hefði sam­þykkt yfir­töku­til­boð Alaska Air Group fyrir um 1,9 milljarða Banda­ríkja­dala á­samt yfir­töku á skuldum fé­lagsins.

Dagsloka­gengi Hawa­i­ian Holdings var 4,8 dalir fyrir helgi en sam­kvæmt Reu­ters er Alaska Air Group að greiða 18 dali á hlut.

Gengið opnaði í 13,8 dölum rétt í þessu sem er enn undir kaup­verðinu.

Hluta­bréf Hawa­i­ian hafa átt erfitt upp­dráttar í ár vegna gróður­eldanna á Maui eyju á Havaí en 100 manns létust í eldunum. Hluta­bréf Hawa­i­ian höfðu fallið um 52,6% á árinu.

Flugfélögin tvö. Úr fréttatilkynningu Hawaiian Airlines.
Flugfélögin tvö. Úr fréttatilkynningu Hawaiian Airlines.

Sam­kvæmt Reu­ters segja markaðs­aðilar að sam­runinn sé já­kvætt skref fyrir bæði flug­fé­lög en Alaska Air mun auka leiða­kerfið sitt til suð­austur Asíu.