Hluta­bréfa­verð sænska fast­eigna­fé­lagsins Heimsta­den féll um meiri en 30% í fyrstu við­skiptum í dag.

Fé­lagið birti árs­upp­gjör í morgun og til­kynnti m.a. að það hygðist ekki greiða út arð til að koma í veg fyrir frekari lækkun á láns­hæfis­mati sínu hjá S&P Global Ratings.

Heimsta­den er stærsta leigu­fé­lag Evrópu með yfir 160 þúsund í­búðir í leigu en fé­lagið hefur fé­lagið hefur verið að selja eignir sam­hliða er til skoðunar að gefa nú­verandi hlut­höfum á­skriftar­réttindi á af­sláttar­kjörum til að verja láns­hæfis­matið.

S&P lækkaði lán­hæfis­mat Heimsta­den í BBB- sem er lægsta láns­hæfis­ein­kunin í fjár­festinga­flokki.

Í upp­gjörinu segir að fé­lagið hafi selt fast­eignir fyrir um 117 milljónir Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 16,1 milljörðum ís­lenskra króna í fyrra en til stendur að selja enn meira í ár.

Á­kvörðun fé­lagsins um að fara í hluta­fjár­aukningu með því að bjóða nú­verandi hlut­höfum á­skriftar­réttindi gæti reynst erfitt þar sem sænski líf­eyris­sjóðurinn Alecta, einn stærsti hlut­hafi Heimsta­den, vill endur­semja hlut­hafa­samning áður en frekari hluta­fjár­aukning eigi sér stað, sam­kvæmt Bloom­berg.

En fjár­festing Alecta í Heimsta­den er enn til rann­sóknar hjá sænska fjár­mála­eftir­litinu.