Hluta­bréf í út­gerðar­fyrir­tækinu Brim hafa hækkað um ríf­lega 20% frá miðjum nóvember þegar fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör þriðja árs­fjórðungs.

Dagsloka­gengið 15. nóvember var 66 krónur og stendur gengi fé­lagsins í 79,4 krónum þegar þetta er skrifað en yfir 1,4 milljarða króna velta hefur verið með bréf fé­lagsins í dag.

Hluta­bréfa­verð Brims hefur hækkað um 17% síðast­liðinn mánuð en bréfin hafa lækkað um 9% á árinu.

Í upp­gjöri fé­lagsins fyrir þriðja árs­fjórðung kom fram að Brim hagnaðist um 24,8 milljónir evra, eða sem nemur 3,7 milljörðum króna, á gengi dagsins, sem er 6,9% aukning frá sama tíma í fyrra.

Tekjur Brims á þriðja fjórðungi jukust um 1,5% milli ára og námu 113,3 milljónum evra, eða um 17,4 milljörðum króna. Rekstrar­hagnaður fyrir af­skriftir (EBITDA) dróst saman um 2,3% frá fyrra ári og nam 33,4 milljónum evra eða um 5,1 milljarði króna á fjórðungnum.

„Af­koma fjórðungsins er sam­bæri­leg því sem var í fyrra og sýnir hve mikil­vægt er að vera með fjöl­breyttan rekstur. Það er ó­vissa í Evrópu núna vegna stríðs og verð­bólgu,“ segir Guð­mundur Kristjáns­son, for­stjóri Brims.

„Erfitt er að spá um hvað gerist á okkar af­urða­mörkuðum á næstu mánuðum en það styrkir Brim að vera með margar tegundir af­urða eins og sést á þessum árs­fjórðungi þar sem verð á lýsi og mjöli voru góð. Sterkt og gott sölu­net styrkir alla þætti starf­seminnar á tímum eins og núna. Efna­hagur fé­lagsins er traustur og eigin­fjár­staðan góð.

En það er líka ó­vissa á Ís­landi en ó­vissuna má minnka ef at­vinnu­lífið, bæði at­vinnu­rek­endur og verka­lýðs­fé­lög, hefja strax mál­efna­legt og skyn­sam­legt sam­tal við stjórn­völd um hvernig við ætlum að ná niður verð­bólgunni.“