Hluta­bréfa­verð Marels hefur hækkað tölu­vert síðustu vikur og farið upp um 23% síðast­liðinn mánuð. Gengi Marels fór undir 400 krónur í lok septem­ber og fór lægst í 327 krónur 9. nóvember en gengi fé­lagsins hafði þá ekki verið lægra síðan í janúar 2018.

Gengið stendur nú í 460 krónum eftir tæpa 3% hækkun í 470 milljón króna við­skiptum í dag en gengið hefur nú hækkað átta við­skipta­daga í röð.

Hluta­bréfa­verð Marels hefur hækkað tölu­vert síðustu vikur og farið upp um 23% síðast­liðinn mánuð. Gengi Marels fór undir 400 krónur í lok septem­ber og fór lægst í 327 krónur 9. nóvember en gengi fé­lagsins hafði þá ekki verið lægra síðan í janúar 2018.

Gengið stendur nú í 460 krónum eftir tæpa 3% hækkun í 470 milljón króna við­skiptum í dag en gengið hefur nú hækkað átta við­skipta­daga í röð.

Hluta­bréf Marels tóku dýfu í maí­mánuði á árinu þegar fé­lagið birti upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs en þar kom fram að hagnaður fjórðungsins væri 9,1 milljónir evra sem er lækkun úr 21,7 milljónum evra á milli ára.

Gengið fór undir 500 krónur og féll um 17,6% á einum degi. Markaðs­virði Marel féll um 80 milljarða króna sama dag.

Upp­gjör annars og þriðja árs­fjórðungs voru einnig undir væntingum en gengis­lækkanir í kjöl­farið voru ekki jafn dra­stískar og í vor.

Árni Oddur Þórðarsson steig til hiðar sem forstjóri Marel eftir að Arion Banki leysti til sín bréf hans Eyri Invest, leiðandi fjárfestis í Marel, í byrjun nóvember.

Árslækkun undir 6%

Eftir að hafa verið í sterkum lækkunarfasa frá og með byrjun septem­ber tók verð­þróunin kipp upp á við 23. októ­ber eftir að fréttir birtust af því að er­lendir aðilar væru að kanna yfir­töku á fé­laginu.

Kaup­hallar­til­kynning Marels um að banda­ríska mat­væla­fyrir­tækið John Bean Technologies væri að í­huga yfir­töku­til­boð höfðu sam­bæri­leg á­hrif á gengið sem hefur síðan hækkað stöðugt síðustu vikur.

Gengis­lækkun Marel á árinu eftir hækkanir síðustu vikur nemur nú 5,7%.