Gengi Metro Bank hrundi um 29% við opnun markaða í Lundúnum og standa nú í 36 pens.

Gengis­hrunið kemur í kjöl­far fregna um að bankinn væri að í­huga að sækja rúm­lega 250 milljón pund frá fjár­festum til að borga af 350 milljón punda skuld.

Markaðs­virði Metro Bank helmingaðist í septem­ber eftir að eftir­lits­aðilar höfnuðu beiðni þeirra um að þurfa binda lægra eigið fé á móti hús­næðis­lánum sínum.

Markaðs­virði bankans var um 86 milljón pund í gær­kvöldi og stóð gengið í 50 pens en búast má við því að fjár­festar haldi á­fram að losa sig við hluta­bréf í bankanum með deginum.