Hluta­bréf banda­ríska bíla­fram­leiðandans Nikola Corp. hækkuðu um 32,2% eftir að fyrir­tækið til­kynnti um að fyrsti vöru­bíllinn með vetnis­rafali verður af­hentur í lok mánaðar.

Gengi Nikola hefur verið í mikilli lægð síðustu mánuði og verið minna en einn dala virði síðustu fjóra daga.

Gengið er nú 1,15 Banda­ríkja­dalir en gengið stóð hæst í 66 dölum árið 2020.

Bíla­fram­leiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en gengið hrundi í lok ágúst eftir að fyrir­tækið til­kynnti um sölu á breytan­legum skulda­bréfum að fjár­hæð 325 milljón banda­ríkja­dala sem sam­svarar ríf­lega 43 milljörðum ís­lenskra króna.

Hluta­bréf banda­ríska bíla­fram­leiðandans Nikola Corp. hækkuðu um 32,2% eftir að fyrir­tækið til­kynnti um að fyrsti vöru­bíllinn með vetnis­rafali verður af­hentur í lok mánaðar.

Gengi Nikola hefur verið í mikilli lægð síðustu mánuði og verið minna en einn dala virði síðustu fjóra daga.

Gengið er nú 1,15 Banda­ríkja­dalir en gengið stóð hæst í 66 dölum árið 2020.

Bíla­fram­leiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en gengið hrundi í lok ágúst eftir að fyrir­tækið til­kynnti um sölu á breytan­legum skulda­bréfum að fjár­hæð 325 milljón banda­ríkja­dala sem sam­svarar ríf­lega 43 milljörðum ís­lenskra króna.

Nikola hefur hingað til sér­hæft sig í að fram­leiða þunga raf­knúna vöru­bíla og var fyrir­tækið það fyrsta til að selja tvinn­bíla sem gengu fyrir bæði raf­magni og metangasi.

Sam­hliða til­kynningunni um skulda­bréfa­út­boðið greindi fyrir­tækið frá því að ó­vissa ríkir um hve­nær fram­leiðsla á raf­knúnum vöru­bílum fyrir­tækisins geti haldið á­fram eftir að fyrir­tækið inn­kallaði 209 bíla ný­verið eftir elds­voða í einum bíl.

Rann­sókn leiddi í ljós að galli í raf­geyma bílsins hafi verið or­sökin af elds­voðanum.

Nikola á enn langt í land með að ná vopnum sínum en gengið hefur fallið um 48% á árinu.

Stephan Gri­sky fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins sagði á fjár­festa­kynningu í gær að inn­köllun fyrir­tækisins á raf­bílum bílnum hefði engin á­hrif á vetnis­bíla­fram­leiðsluna.

Fyrir­tækið hyggst fagna því þegar fyrsti bíllinn verður af­hentur kaupanda þann 28. septem­ber.