Hluta­bréf í Símanum hafa hækkað um tæp 6% í morgun í 204 milljón króna við­skiptum.

Gengi Símans stendur í 9,5 krónum þegar þetta er skrifað en dagslokagengið 29. nóvember var 8,6 krónur.

Hlutabréfaverð Símans hefur þannig hækkað um rúm 10% á síðustu þrem við­skipta­dögum.

Hluta­bréf í Símanum hafa hækkað um tæp 6% í morgun í 204 milljón króna við­skiptum.

Gengi Símans stendur í 9,5 krónum þegar þetta er skrifað en dagslokagengið 29. nóvember var 8,6 krónur.

Hlutabréfaverð Símans hefur þannig hækkað um rúm 10% á síðustu þrem við­skipta­dögum.

Hluta­bréf Símans hafa hækkað um 13% síðast­liðinn mánuð.

Tvö stór við­skipti áttu sér stað um tíu­leytið í morgun með um 10 milljón hluti í Símanum.

Annars vegar fimm milljón hlutir á genginu 9,33 kr og hins vegar fimm milljón hlutir á genginu 9,30 kr.

Hagnaður Símans á þriðja fjórðungi nam 507 milljónum króna borið saman við 718 milljónir á sama tímabili í fyrra eftir að búið er að leiðrétta fyrir aflagðri starfsemi.

Hagnaðurinn dróst því saman um 29% þrátt fyrir að tekjur félagsins hafi verið 5% meiri en í fyrra.

Í uppgjöri Símans segir að ýmsar ástæður liggja að baki en kostnaðarverð sölu jókst meira en tekjur í krónum talið og minnkaði framlegð úr 2.335 milljónum í 2.216 milljónir.

Aðrar tekjur voru 22 milljónum króna minni og rekstrarkostnaður 80 milljónum króna meiri. Fjármagnsgjöld voru einnig 303 milljónir borið saman við 165 milljónir í fyrra.