Hluta­bréf í fjár­festinga­fé­laginu Skel hækkuðu um 4,5% í dag og hefur gengi fé­lagsins hækkað sjö við­skipta­daga í röð. Stóð gengið í 12,3 krónum í lok nóvember en dagsloka­gengið í dag var 13,9 krónur. Hluta­bréf fé­lagsins hafa nú hækkað um 12% síðast­liðinn mánuð.

Gengi Vís hækkaði einnig í dag og fór gengið upp tæp 3% í 87 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréf í fjár­festinga­fé­laginu Skel hækkuðu um 4,5% í dag og hefur gengi fé­lagsins hækkað sjö við­skipta­daga í röð. Stóð gengið í 12,3 krónum í lok nóvember en dagsloka­gengið í dag var 13,9 krónur. Hluta­bréf fé­lagsins hafa nú hækkað um 12% síðast­liðinn mánuð.

Gengi Vís hækkaði einnig í dag og fór gengið upp tæp 3% í 87 milljón króna við­skiptum.

Mesta velta var með bréf Arion Banka en gengi bankans hækkaði lítil­lega í 1,4 milljarða króna veltu. Velta með bréf bankanna þriggja í Kaup­höllinni var um 2,5 milljarðar í dag.

Ís­lands­banki hækkaði mest af bönkunum þremur er gengi bankans fór upp um tæp 2% í hálfs milljarðs króna veltu.

Reitir var eina fé­lagið sem lækkaði meira en 1% og fór gengi fast­eigna­fé­lagsins niður um 1,8% í 110 milljón króna við­skiptum.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 10 hækkaði um 0,3% og var heildar­velta í Kaup­höllinni 4,6 milljarðar.