Hlutabréf í bandaríska tölvuleikjafyrirtækinu Take-Two Interactive, móðurfélags Rockstar Games, hafa lækkað um 5% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði í dag.

Í gærkvöldi birti Rockstar Games fyrstu stikluna úr nýjasta tölvuleik fyrirtækisins í Grand Theft Auto seríunni, GTA6.

Mikil eftirvænting hefur ríkt í tölvuleikjaheiminum eftir nýjasta leiknum og er búist við því að hann muni skila Take-Two umtalsverðum tekjum.

Hlutabréf tölvuleikjarisans hafa þó lækkað með deginum.

Hlutabréf í bandaríska tölvuleikjafyrirtækinu Take-Two Interactive, móðurfélags Rockstar Games, hafa lækkað um 5% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði í dag.

Í gærkvöldi birti Rockstar Games fyrstu stikluna úr nýjasta tölvuleik fyrirtækisins í Grand Theft Auto seríunni, GTA6.

Mikil eftirvænting hefur ríkt í tölvuleikjaheiminum eftir nýjasta leiknum og er búist við því að hann muni skila Take-Two umtalsverðum tekjum.

Hlutabréf tölvuleikjarisans hafa þó lækkað með deginum.

Vonbrigði með útgáfudag GTA6

Sérfræðingar telja að lækkunin skýrist að stórum hluta vegna vonbrigða um útgáfudag leiksins en leikurinn er ekki væntanlegur fyrr en árið 2025.

Vangaveltur höfðu verið á sveimi um að leikurinn kæmi út á næsta ári.

Forveri leiksins, Grand Theft Auto V, er næstmest seldi tölvuleikur allra tíma en hátt í 190 milljón eintök hafa selst frá því leikurinn kom út árið 2013.