Hluta­bréf í raf­bíla­fram­leiðandanum Tesla lækkuðu um 1,8% í gær en fyrir­tækið hélt kynningar­við­burð á Cybertruck bíl sínum í Texas í gær.

Elon Musk forstjóri Tesla sagði á við­burðinum að fyrirtækið búist við því að fram­leiða 250 þúsund trukka á ári en það muni þó ekki gerast fyrr en árið 2025.

Hluta­bréf í raf­bíla­fram­leiðandanum Tesla lækkuðu um 1,8% í gær en fyrir­tækið hélt kynningar­við­burð á Cybertruck bíl sínum í Texas í gær.

Elon Musk forstjóri Tesla sagði á við­burðinum að fyrirtækið búist við því að fram­leiða 250 þúsund trukka á ári en það muni þó ekki gerast fyrr en árið 2025.

Upp­haf­lega átti bíllinn að kosta um 40 þúsund dali sem sam­svarar um 5,5 milljónum króna en verðið verður lík­legast nær 50 þúsund dölum sem er um 6,9 milljónir.

Dýrari týpurnar munu fara upp í allt að 96 þúsund dali.

Musk sagði Cybertruck bestu vöru Tesla til þessa en fyrir­tækið hefur átt í stökustu vand­ræðum með fram­leiðsluna.

Hluta­bréf í Tesla hafa hækkað um 122% á árinu.