Smá­vöru- og fata­verslanir hafa birt hóf­legar spár fyrir jólin en það hefur ekki stöðvað fjár­festa vestan­hafs í að veðja á hvaða fyrir­tæki munu gera það gott jóla­ösinni.

Hluta­bréf í undir­fata­versluninni Victoria‘s Secret hafa hækkað um 52% frá miðjum nóvember. Sam­kvæmt The Wall Street Journalvonast fjár­festar til þess að lægri árs­verð­bólga en búist var við muni hafa á­hrif á neyt­enda­hegðun.

Smá­vöru- og fata­verslanir hafa birt hóf­legar spár fyrir jólin en það hefur ekki stöðvað fjár­festa vestan­hafs í að veðja á hvaða fyrir­tæki munu gera það gott jóla­ösinni.

Hluta­bréf í undir­fata­versluninni Victoria‘s Secret hafa hækkað um 52% frá miðjum nóvember. Sam­kvæmt The Wall Street Journalvonast fjár­festar til þess að lægri árs­verð­bólga en búist var við muni hafa á­hrif á neyt­enda­hegðun.

Hluta­bréf í skó­versluninni Foot Locker hafa hækkað um 50% á sama tíma­bili á meðan hluta­bréf í snyrti­vöru­versluninni Ulta Beu­aty hafa hækkað um 22%, þar af 10% síðast­liðinn sólar­hring.

Sam­kvæmt WSJ munu fjár­festar fylgjast náið með hag­tölum um neyt­enda­hegðun á næstu vikum.