Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 0,22% í við­skiptum dagsins en heildar­velta á markaði var um 2,4 milljarðar.

Hluta­bréf í Icelandair hækkuðu um 4% í um 200 milljón króna veltu og var dagsloka­gengið 1,09 krónur.

Ekkert annað fé­lag á aðal­markaði hækkaði meira en 1% í við­skiptum dagsins.

Gengi fast­eigna­fé­lagsins Kalda­lóns og málm­leitar­fé­lagsins Amaroq lækkaði um 1,5% í við­skiptum dagsins í lítilli veltu.

Mesta veltan var með bréf Síldar­vinnslunnar sem nam um 400 milljónum en gengið hreyfðist lítil­lega og hækkaði um minna en 1%.