Hluta­bréfa­verð Kviku banka hækkaði um 4% í um milljarðs veltu í Kaup­höllinni í dag. Gengi Kviku hefur nú hækkað um 8% síðast­liðna tíu daga en gengið hefur átt erfitt upp­dráttar árinu og lækkað um 14% frá árs­byrjun.

Gengi líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech gaf hækkanir gær­daginn eftir er gengið fór niður um tæp­lega 4% í 242 milljón króna veltu. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.875 krónur.

Hluta­bréfa­verð Kviku banka hækkaði um 4% í um milljarðs veltu í Kaup­höllinni í dag. Gengi Kviku hefur nú hækkað um 8% síðast­liðna tíu daga en gengið hefur átt erfitt upp­dráttar árinu og lækkað um 14% frá árs­byrjun.

Gengi líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech gaf hækkanir gær­daginn eftir er gengið fór niður um tæp­lega 4% í 242 milljón króna veltu. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.875 krónur.

Hluta­bréfa­verð Haga, Skeljar, Eikar og Kalda­lóns hækkaði um 3% í við­skiptum dagsins.

Gengi Icelandair tók ör­lítið við sér og fór upp um 2%. Dagsloka­gengi flug­fé­lagsins var 1,05 krónur.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 0,16% og var heildar­velta í Kaup­höllinni 3,3 milljarðar.