Það sem af er degi hafa alþjóðlegar hlutabréfavísitölur hækkað töluvert, sem erlendir viðskiptamiðlar rekja til sterks ársuppgjörs frá bandaríska hátæknifyrirtækinu Nvidia.

Hlutabréfaverð Nvidia hefur hækkað um 14% í viðskiptum fyrir opnun bandaríska hlutabréfamarkaðarins í dag. Fyrirtækið greindi frá því að tekjur a fjórða ársfjórðungi hefðu numið 22,1 milljarði dala sem er 265% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Það sem af er degi hafa alþjóðlegar hlutabréfavísitölur hækkað töluvert, sem erlendir viðskiptamiðlar rekja til sterks ársuppgjörs frá bandaríska hátæknifyrirtækinu Nvidia.

Hlutabréfaverð Nvidia hefur hækkað um 14% í viðskiptum fyrir opnun bandaríska hlutabréfamarkaðarins í dag. Fyrirtækið greindi frá því að tekjur a fjórða ársfjórðungi hefðu numið 22,1 milljarði dala sem er 265% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Tekjur félagsins voru talvert umfram væntingar greiningaraðila, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Jafnframt tilkynnti Nvidia að það geri ráð fyrir töluverðum tekjuvexti á næstunni.

Evrópska Stoxx Europe 600 vísitalan hefur hækkað um 0,7% í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan, sem hefur hækkað um 3,4% í ár, var síðast hærri í janúar 2022.

Þá náði japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan nýjum methæðum eftir 2,2% hækkun í morgun. Vísitalan var síðast hærri í eignabólunni þar í landi árið 1989.