Skattahvatakerfi vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar var komið á hér á landi eftir fjármálahrunið til að ýta undir nýsköpun og fjölga stoðum í atvinnulífinu, og tóku lögin gildi árið 2010. Kerfið hefur vaxið í umfangi síðan þá, og þá sérstaklega á síðustu árum.

Árið 2018 ákváðu stjórnvöld að tvöfalda þakið á endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar á Íslandi, og við það varð hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti hjá fyrirtækjum komið upp í 600 milljónir á rekstrarári. Ef um væri að ræða aðkeypta rannsóknar- eða þróunarvinnu skyldi hámark kostnaðar samtals vera 900 milljónir, en það var 450 milljónir fyrir þessa lagabreytingu.

Skattahvatakerfi vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar var komið á hér á landi eftir fjármálahrunið til að ýta undir nýsköpun og fjölga stoðum í atvinnulífinu, og tóku lögin gildi árið 2010. Kerfið hefur vaxið í umfangi síðan þá, og þá sérstaklega á síðustu árum.

Árið 2018 ákváðu stjórnvöld að tvöfalda þakið á endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar á Íslandi, og við það varð hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti hjá fyrirtækjum komið upp í 600 milljónir á rekstrarári. Ef um væri að ræða aðkeypta rannsóknar- eða þróunarvinnu skyldi hámark kostnaðar samtals vera 900 milljónir, en það var 450 milljónir fyrir þessa lagabreytingu.

Alþingi framlengdi sérstök bráðabirgðaákvæði í lok árs 2022. Ákvæðin voru hluti af auknum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki vegna Covid-19 sem Alþingi samþykkti í maí 2020. Samkvæmt þeim nam skattafrádrádrátturinn 35% af kostnaði að hámarki 1,1 milljarður króna í tilviki minni fyrirtæka, eða sem nemur 275 milljónum króna, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja, sem nemur 385 milljónum króna.

Þar áður hafði þingið samþykkt lækkun á hámarki kostnaðar niður í milljarð króna, vegna álagðs tekjuskatts 2023 vegna ársins 2022, en þetta hámark var hækkað aftur upp í 1,1 milljarð króna í lok árs 2022.

300 milljarða útflutningstekjur

Ljóst er að á sama tíma og skattahvatakerfið hefur verið við lýði á undanförnum árum hefur hugverkaiðnaður vaxið hratt. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu 50 milljörðum króna árið 2009 og voru orðnar um þrefalt meiri, 149 milljarðar króna, árið 2018, en þá nam fjárfesting fyrirtækja í rannsóknar- og þróunarkostnað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 2%.

Frá 2018 og til ársins 2023 hafa útflutningstekjur hugverkaiðnaðarins farið úr 149 milljörðum króna í 266 milljarða króna og er gert ráð fyrir að tekjurnar verði meiri en 300 milljarðar á árinu sem er að líða.

Á sama tíma hefur fjárfesting fyrirtækja í rannsóknar- og þróunarkostnað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu einnig aukist, nam 2,66% á árinu 2022. Til samanburðar var hlutfallið 2,24% á evrusvæðinu árið 2022, þar af hæst í Svíþjóð þar sem hlutfallið nam 3,4%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út 5. júní síðastliðinn.