Húrra Reykja­vík mun opna nýja verslun í brott­farar­sal Kefla­víkur­flug­vallar í vor.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Isavia mun verslunin bjóða upp á úr­val af fatnaði og skóm frá vin­sælum vöru­merkjum fyrir gesti á leið sinni úr landi.

„Húrra Reykja­vík hefur notið gífur­legra vin­sælda frá upp­hafi og er orðin rót­gróinn hluti af verslunar­flóru mið­borgarinnar enda kennir þar ýmissa grasa. Verslunin á KEF verður engin undan­tekning en þar verður hægt að næla sér í fatnað frá vin­sælum vöru­merkjum á borð við Nor­se Projects, Car­hart­t WIP, Spor­ty & Rich, Reykja­vík Roses, Crocs, Arc´teryx, Salomon og Stone Is­land,“ segir til­kynningu Isavia.

Hönnun verslunarinnar er í höndum HAF Stu­dio og mun endur­spegla af­slappað og hlý­legt and­rúms­loft, svipað og í verslun Húrra Reykja­vík á Hverfis­götu. Sér­valin tón­list mun skapa skemmti­lega stemningu fyrir gesti á leið í fríið.

„Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsi­legu verslunar, sem á sér stað í til­efni af 10 ára af­mæli fyrir­tækisins. Þetta er spennandi tíma­bil fyrir Húrra,“ segir Sindri Snær Jens­son, annar eig­enda Húrra Reykja­vík. „Við munum halda á­fram að bjóða ís­lenskum sem er­lendum við­skipta­vinum vandaðan fatnað og striga­skó, allt undir á­hrifum frá skandinavískri götu­tísku.“

Isavia segir að með opnun þessarar nýju verslunar eykst fjöl­breyti­leikinn enn í verslun og þjónustu á KEF, sem er sí­fellt mikil­vægara nú þegar 21 þúsund gestir fara að meðal­tali um völlinn á degi hverjum.

„Við erum á­nægð með að Húrra Reykja­vík, sem er skemmti­leg og flott verslun, bætist í hóp verslana á flug­vellinum. Þetta mun án efa gera KEF að enn á­huga­verðari við­komu­stað fyrir gesti sem vilja gera góð kaup,“ segir Gunn­hildur Erla Vil­bergs­dóttir, deildar­stjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.