Saksóknari í París gerði húsleit hjá fimm hjá nokkrum af stærstu bönkum Frakklands í morgun, ‏þar á meðal hjá Société Générale og BNP Paribas. Húsleitin er hluti af rannsókn á skattsvikum og peningaþvætti.

Húsleit var einnig gerð hjá HSBC, Natixis og Exane, dótturfélagi BNP Paribas. Rannsókn málsins hófst í árslok 2021.

Húsleitin tengist rannsókn á mögulegum skattsvikum sem fela í sér að hluthafar hafi selt hlutabréf sín til aðila erlendis til að komast hjá skatti af arðgreiðslum. Eftir að arðurinn hefur verið greiddur út eru hlutabréfin síðan seld aftur til upphaflegs eigenda.

Í tilkynningu saksóknara segir að húsleitin hafi verið í undirbúningi í nokkra mánuði. Yfir 150 manns og sex saksóknarar frá Köln koma að rannsókninni.