Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júnímánuði og hefur nú hækkað um 25,0% á ársgrundvelli. Til samanburðar mældist árshækkun vísitölunnar 24,0% í maí. Vísitalan hefur hækkað um 8,2% á síðustu þremur mánuðum og 16,1% á síðasta hálfa ári. Þjóðskrá birti tölur fyrir júnímánuð í dag en vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Fjölbýli hækkaði um 2,6% á milli mánaða og hefur nú hækkað um 25,1% undanfarna tólf mánuði. Vísitala íbúðaverðs fyrir sérbýli hækkaði um 0,8% á milli mánaða. Tólf mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24,5%.

Sjá einnig: Íbúðum til sölu fer fjölgandi

Benda má á að þó vísitalan haldi áfram að hækka gaf nýjasta mánaðarskýrslu HMS til kynna að merki væri uppi um að farið sé að draga úr eftirspurnarþrýstingi. Framboð íbúða til sölu hafi tekið að aukast í byrjun febrúar en hafi aukist sérstaklega hratt frá eins prósentu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í byrjun maí.

Þá minnkaði hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði á milli mánaða og var um 52,8% í maí. Þá hafi meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í maí verið 46,1 dagur samanborið við 35 daga í maí.