Ikea heldur titli sínum sem verðmætasta vörumerki Norðurlandanna en virði vörumerkisins er metið á tæplega 15,4 milljarða evra, sem samsvarar 2.197 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt nýrri skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Brand Finance. Þó hefur dregið úr styrk vörumerkisins, Ikea fær AA+ einkunn í ár en fékk AAA- einkunn í fyrra.
Anna Brolin, framkvæmdastjóri Brand Finance segir í tilkynningu að Ikea hafi trónað á toppnum í ellefu ár. Viðhorf neytenda í þeirra garð hafi þó versnað en fyrirtækið þurfi að svara áhyggjum neytenda og byggja upp traust vilji það halda stöðu sinni.
Norska orkufyrirtækið Equinor stekkur upp um tvö sæti á listanum milli ára, er í öðru sæti í ár en var í fjórða sæti árið 2022. Vörumerkið er í dag metið á 12,6 milljarða evra, 4,5 milljörðum meira en árið 2022, og heldur AAA- einkunn.
Sænski bílaframleiðandinn Volvo, sem var í öðru sæti árið 2022, fellur niður í fjórða sæti. Vörumerkið var árið 2022 metið á 12,2 milljarða evra en er í dag metið á 8,5 milljarða. Virði vörumerkis sænska fatarisans H&M lækkar sömuleiðis um tæplega tvo milljarða en fyrirtækið er áfram í þriðja sæti listans.
Vörumerki Zyn, Oatly og Aker BP eru hástökkvarar ársins en virði vörumerkis Zyn jókst um 228% milli ára, virði vörumerkis Oatly jókst um 179% og virði AkerBP jókst um 130%, að því er segir í tilkynningu. Samkvæmt úttekt Brand Finance er verslunarkeðjan ICA með sterkasta vörumerkið og fær AAA einkunn. Finnska fjarskiptafyrirtækið Elisa er einnig með AAA einkunn.
Tíu verðmætustu vörumerkin á Norðurlöndunum árið 2023
Einkunn | ||||||||
AA+ | ||||||||
AAA- | ||||||||
AA | ||||||||
AA- | ||||||||
AA | ||||||||
AAA | ||||||||
AA+ | ||||||||
AA | ||||||||
AA | ||||||||
AA |