Íslenska hátæknifyrirtækið VAXA Technologies kynnti á dögunum „tímamótasamning“ við matvælaframleiðandann Oterra um nýtingu á hráefnum úr smáþörungarækt fyrirtækisins á Hellisheiði.

Viðskiptablaði greindi frá því í síðustu viku að VAXA Technologies vinnur nú að nýrri fjármögnunarlotu. Jafnframt sagði Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri félagsins, að stefnt sé að því að skrá VAXA Technologies á bæði Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York og íslenska First North-markaðinn eftir 12 til 18 mánuði.

Íslenska hátæknifyrirtækið VAXA Technologies kynnti á dögunum „tímamótasamning“ við matvælaframleiðandann Oterra um nýtingu á hráefnum úr smáþörungarækt fyrirtækisins á Hellisheiði.

Viðskiptablaði greindi frá því í síðustu viku að VAXA Technologies vinnur nú að nýrri fjármögnunarlotu. Jafnframt sagði Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri félagsins, að stefnt sé að því að skrá VAXA Technologies á bæði Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York og íslenska First North-markaðinn eftir 12 til 18 mánuði.

Vaxa Technologies er að meirihluta í eigu íslenskra hluthafa. Þar af er Lundey fjárfestingarfélag, í jafnri eigu Ísfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga, stærsti einstaki hluthafinn með 14% hlut.

Lundey hagnaðist um 1,1 milljarð árið 2022 vegna endurmats á hlutafjáreign sinni í VAXA Technologies sem var metin á tæplega 2 milljarða króna í árslok 2022. Í skráningarlýsingu Ísfélagsins kom fram að Lundey hefði auk þess fjárfest í VAXA fyrir 221 þúsund dali, eða um 30 milljónir króna í fyrra.

Kristinn segir að Ísfélagið og Kaupfélag Skagfirðinga hafi staðið á bak við VAXA Technologies alveg frá upphafi og reynst frábærir hluthafar.

„Þau koma inn alveg í byrjun, horfðu í augun á okkur og heyrðu þessa ofboðslega spennandi en samt klikkuðu sögu um að ætla að rækta þörunga með gerviljósi beintengdu við jarðvarmavirkjun. Þau spurðu hvort þetta hefði nokkurn tíma verið gert áður og fengu svarið nei. Þau svöruðu bara „ok fínt, við skulum taka séns á ykkur“.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um VAXA Technologies í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn síðasta. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.