Ís­lands­banki hefur á­kveðið að gera breytingar á vöxtum inn- og út­lána og tekur breytingin gildi 22. apríl nk.

Breytingar eru eftir­farandi:

  • Fastir vextir ó­verð­tryggðra hús­næðis­lána til þriggja ára lækka um 0,55 prósentu­stig
  • Fastir vextir ó­verð­tryggðra hús­næðis­lána til fimm ára lækka um 0,15 prósentu­stig
  • Breyti­legir vextir verð­tryggðra hús­næðis­lána hækka um 0,30 prósentu­stig
  • Fastir vextir verð­tryggðra hús­næðis­lána hækka um 0,10 prósentu­stig
  • Verð­tryggðir kjör­vextir hækka um 0,30 prósentu­stig
  • Vextir á verð­tryggðum inn­láns­reikningum hækka um allt að 0,20 prósentu­stig
  • Vextir á ó­verð­tryggðum inn­láns­reikningum lækka um allt að 0,10 prósentu­stig
  • Vextir á inn­láns­reikningum í er­lendum gjald­miðlum lækka um 0,30 prósentu­stig

Á vef bankans segir að breytingar á lánum sem falla undir lög um neyt­enda­lán eða lög um fast­eigna­lán til neyt­enda taka þó gildi í sam­ræmi við skil­mála þeirra og til­kynningar þar að lútandi.

Breytingar á vaxta­kjörum inn­láns­reikninga sem falla undir lög um greiðslu­þjónustu taka gildi að tveimur mánuðum liðnum.