Fyrir nokkrum árum síðan fór Omnom í samstarf við fyrirtæki í Kína sem sérhæfir sig í að flytja inn handverksbjóra til landsins. Fyrirtækið tók það að sér að flytja inn vörur frá Omnom sem vildi sjá hvernig markaðurinn þar tæki í íslenska súkkulaðið.

Nokkur þúsund plötur fóru út í fyrstu umferð og seldist tæplega 70% af öllu súkkulaðinu á fyrstu vikunni. Fyrirtækið sendi svo inn aðra pöntun og seldist það líka upp á mjög stuttum tíma. Þrátt fyrir góða sölu þá náði Omnom ekki að taka sér mikla fótfestu í landinu og var salan í raun bara dropi í stóru hafi.

Fyrir nokkrum árum síðan fór Omnom í samstarf við fyrirtæki í Kína sem sérhæfir sig í að flytja inn handverksbjóra til landsins. Fyrirtækið tók það að sér að flytja inn vörur frá Omnom sem vildi sjá hvernig markaðurinn þar tæki í íslenska súkkulaðið.

Nokkur þúsund plötur fóru út í fyrstu umferð og seldist tæplega 70% af öllu súkkulaðinu á fyrstu vikunni. Fyrirtækið sendi svo inn aðra pöntun og seldist það líka upp á mjög stuttum tíma. Þrátt fyrir góða sölu þá náði Omnom ekki að taka sér mikla fótfestu í landinu og var salan í raun bara dropi í stóru hafi.

„Þetta kenndi okkur þá lexíu að ef við ætlum að fara að gera þetta af alvöru þá verðum við að vera með innanborðsmenn hinum megin við landamærin. Þar ert þú ekki bara að mæta öðru tungumáli heldur er þetta líka annað viðskiptatungumál,“ segir Thorlakur Thor, sölustjóri Omnom.

Hann segir líka að þrátt fyrir erfiðleika þá sé Omnom í góðri stöðu í Kína þar sem markaðurinn er að flýja frá hefðbundinni iðnvæðingu yfir í smærri fyrirtæki sem státa sig af aðgengi og góðum persónuleika.

Nánar er fjallað um Omnom í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.