Íslenski hugbúnaðurinn CookieHub hefur hlotið CMP (Consent Management Platform) viðurkenningu frá Google. Viðurkenningin þýðir að hugbúnaðurinn uppfyllir ströngustu kröfur Google um persónuvernd og meðhöndlun persónuupplýsinga.

CookieHub er notaður á 25.000 vefsíðum í 85 löndum og af stórfyrirtækjum og opinberum aðilum á borð við Semrush, Monday, Seðlabankanum, Vísi og fleirum.

Íslenski hugbúnaðurinn CookieHub hefur hlotið CMP (Consent Management Platform) viðurkenningu frá Google. Viðurkenningin þýðir að hugbúnaðurinn uppfyllir ströngustu kröfur Google um persónuvernd og meðhöndlun persónuupplýsinga.

CookieHub er notaður á 25.000 vefsíðum í 85 löndum og af stórfyrirtækjum og opinberum aðilum á borð við Semrush, Monday, Seðlabankanum, Vísi og fleirum.

„Það er jafnframt mikill gæðastimpill fyrir þá miklu vinnu og metnað sem við höfum lagt í þróun á CookieHub og markmið okkar að aðstoða viðskiptavini við að uppfylla og viðhalda kröfum GDPR sem snúa að samþykki á meðhöndlun persónuupplýsinga á vefsíðum,“ segir Ástþór Ingi Pétursson, einn stofnenda CookieHub.

Í tilkynningu segir að viðurkenningin muni veita viðskiptavinum CookieHub aukin verðmæti þar sem hún staðfestir uppfylltar kröfur Google, sem sé lykilatriði fyrir vefmælingar í Google Analytics og Google Ads. Í öðru lagi einfaldar hún innleiðingu og mun gera samskipti milli kerfa skilvirkari.

„Notendaviðmót CookieHub er gríðarlega einfalt, notendur geta stýrt bæði útliti og virkni eftir sínum þörfum. CookieHub skráir og geymir samþykki notenda og tryggir að vinnsla og vistun gagna sé aðeins unnin eftir að hafa fengið skýrt leyfi frá notendum vefsvæðisins.“