Á mið­viku­daginn í síðustu viku skilaði banda­ríska verslunar­keðjan Target upp­gjöri sem var mun betra en spár höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður fyrir­tækisins var meiri en búist var við þrátt fyrir sam­drátt í sölu­tekjum.

Stjórn fyrir­tækisins sagði að á­fram væri unnið hart að því að halda af­komu­spá fyrir­tækisins fyrir árið með því að minnka vöru­birgðir og draga úr rekstrar­kostnaði.

Á mið­viku­daginn í síðustu viku skilaði banda­ríska verslunar­keðjan Target upp­gjöri sem var mun betra en spár höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður fyrir­tækisins var meiri en búist var við þrátt fyrir sam­drátt í sölu­tekjum.

Stjórn fyrir­tækisins sagði að á­fram væri unnið hart að því að halda af­komu­spá fyrir­tækisins fyrir árið með því að minnka vöru­birgðir og draga úr rekstrar­kostnaði.

SamkvæmtThe Wall Street Jorunal er Target vel í stakk búið fyrir jóla­tíma­bilið en verslunin mun bjóða upp á nýja línu af bús­á­höldum á­samt því að bjóða upp á fjöl­margar jóla­gjafir undir 25 dölum eða 3400 krónum.

Hluta­bréf í Target ruku upp um 18% á mið­viku­daginn og hafa nú hækkað um 20% síðast­liðna fimm daga. Gengi Target hefur ekki hækkað jafn mikið á einum degi síðan 2019.

Á sama tíma féll gengi Wal­mart, helsta keppi­nautar Target, um 8,1% á fimmtu­daginn.