Á miðvikudaginn í síðustu viku skilaði bandaríska verslunarkeðjan Target uppgjöri sem var mun betra en spár höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður fyrirtækisins var meiri en búist var við þrátt fyrir samdrátt í sölutekjum.
Stjórn fyrirtækisins sagði að áfram væri unnið hart að því að halda afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið með því að minnka vörubirgðir og draga úr rekstrarkostnaði.
Á miðvikudaginn í síðustu viku skilaði bandaríska verslunarkeðjan Target uppgjöri sem var mun betra en spár höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður fyrirtækisins var meiri en búist var við þrátt fyrir samdrátt í sölutekjum.
Stjórn fyrirtækisins sagði að áfram væri unnið hart að því að halda afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið með því að minnka vörubirgðir og draga úr rekstrarkostnaði.
SamkvæmtThe Wall Street Jorunal er Target vel í stakk búið fyrir jólatímabilið en verslunin mun bjóða upp á nýja línu af búsáhöldum ásamt því að bjóða upp á fjölmargar jólagjafir undir 25 dölum eða 3400 krónum.
Hlutabréf í Target ruku upp um 18% á miðvikudaginn og hafa nú hækkað um 20% síðastliðna fimm daga. Gengi Target hefur ekki hækkað jafn mikið á einum degi síðan 2019.
Á sama tíma féll gengi Walmart, helsta keppinautar Target, um 8,1% á fimmtudaginn.