JPMorgan, stærsti fjárfestingabanki Bandaríkjanna, hefur samþykkt að fjárfesta rúmlega 200 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega 28 milljörðum króna, í kaup á kolefniseiningum af mörgum mismunandi fyrirtækjum innan iðnaðarins.

Bankinn ætlar með þessu að kolefnisjafna rekstur sinn og leggja þannig sitt af mörkum við að fanga kolefni úr andrúmsloftinu. Að sama skapi hefur bankinn uppi áform um að vera leiðandi aðili innan þess anga orkumarkaðarins sem leggur áherslu á hreina orku.