Karl J. Stein­gríms­son at­hafnamaður, oft kennd­ur við versl­un­ina Pels­inn, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi síðasta fimmtudag, 76 ára að aldri. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Karl var um­svifa­mik­ill í fast­eignaviðskipt­um um nokk­urra ára­tuga skeið. Hann eignaðist nokkrar þekkt­ar eign­ir í miðbæ Reykja­vík­ur, þar á meðal Kirkju­hvol, Skóla­brú, Aust­ur­stræti 16, Naustið, Tryggvagötu 18 og Lauga­veg­ 16 ásamt Garðatorgi í Garðabæ.

Karl J. Stein­gríms­son at­hafnamaður, oft kennd­ur við versl­un­ina Pels­inn, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi síðasta fimmtudag, 76 ára að aldri. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Karl var um­svifa­mik­ill í fast­eignaviðskipt­um um nokk­urra ára­tuga skeið. Hann eignaðist nokkrar þekkt­ar eign­ir í miðbæ Reykja­vík­ur, þar á meðal Kirkju­hvol, Skóla­brú, Aust­ur­stræti 16, Naustið, Tryggvagötu 18 og Lauga­veg­ 16 ásamt Garðatorgi í Garðabæ.

Karl stofnaði félag með eiginkonu sinni árið 1976 og hófu þau sjálfstæðan rekstur sem Karl sinnti allt til dánardags. Hjónin opnuðu verslunina Pelsinn sem rekin var í rúmlega 40 ár. Hún var upp­haf­lega til húsa við Njáls­götu 14, en síðar við Kirkju­hvol og loks Tryggvagötu 18.

Karl var einnig virk­ur í fé­lags­störf­um. Hann var m.a. formaður Knatt­spyrnu­deild­ar Breiðabliks þegar Breiðablik varð Íslands­meist­ari bæði í meist­ara­flokki kvenna og karla. Hann var gjald­keri í stjórn vináttu­fé­lags Ítal­íu sem kom að ýms­um viðburðum. Karl var jafn­framt formaður hús­nefnd­ar JCI-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi og stóð meðal annarra að styrktar­fram­lagi og fjár­söfn­un fyr­ir hús­næði JCI við Hellu­sund 3 í Reykja­vík.

Útför Karls fer fram í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 19. mars klukkan 13:00.