Þó að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi verið að dragast saman hér á landi hefur kaupmáttur launa staðið í stað eftir umtalsverðar hækkanir síðasta áratug. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir nauðsynlegt að horfa á stóru myndina.

Þó að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi verið að dragast saman hér á landi hefur kaupmáttur launa staðið í stað eftir umtalsverðar hækkanir síðasta áratug. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir nauðsynlegt að horfa á stóru myndina.

„Laun á Íslandi hafa að jafnaði hækkað um 6,5% árlega árin 2012 - 2022 en á meðan hafa hækkanir í samanburðarríkjunum verið á bilinu 1,5 til 2,8%. Þetta er þrefalt meiri hækkun en að meðaltali á Norðurlöndunum og Evrusvæðinu, til að mynda.“

„Í eðlilegu árferði þá hækka laun í takt við verðbólgu og framleiðni, og þetta á við í öllum samanburðarríkjunum, stundum hækka laun eilítið meira og stundum minna. En á Íslandi hafa laun hækkað töluvert umfram það,“ segir Gunnar.

Niðurstaðan á þróun kaupmáttar geti verið ólík eftir því hvaða mælikvarða er stuðst við en ef launavísitalan er tekin sem dæmi hefur hún hækkað um 10,8% síðastliðna tólf mánuði á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,7%.

„Það gefur raunaukningu upp á tæp þrjú prósent. Þannig kaupmáttur er að vaxa á suma mælikvarða en stóra myndin er sú að það er ótrúlegt hversu vel okkur hefur tekist að standa vörð um árangur síðastliðinna tíu ára“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.