Sam­kvæmt gögnum HMS voru gefnir út 784 kaup­samningar um í­búðar­hús­næði í septem­ber sem gerir 730 samninga þegar leið­rétt hefur verið fyrir reglu­bundnum árs­tíða­sveiflum.

Kaup­samningum fjölgar um 4% milli mánaða sé miðað við árs­tíða­leið­réttar tölur og í fyrsta skipti á árinu voru kaup­samningar í mánuðinum fleiri í ár saman­borið við sama mánuð síðasta árs.

„Kaup­samningar í septem­ber voru 110 fleiri saman­borið við ágúst­mánuð og má rekja fjölgun þeirra til fjölgunar kaup­samninga á höfuð­borgar­svæðinu. Kaup­samningar á höfuð­borgar­svæðinu voru 517 í septem­ber, í ná­granna­sveitar­fé­lögum þess voru þeir 130 og annars staðar á landinu voru 137 samningar um í­búðar­hús­næði. Meðal­fjár­hæð kaup­samnings á höfuð­borgar­svæðinu var 79,4 m. kr., 54,5 m. kr. í ná­granna­sveitar­fé­lögum höfuð­borgar­svæðisins og 49,3 m. kr. annars staðar á landinu.“

Sam­kvæmt gögnum HMS voru gefnir út 784 kaup­samningar um í­búðar­hús­næði í septem­ber sem gerir 730 samninga þegar leið­rétt hefur verið fyrir reglu­bundnum árs­tíða­sveiflum.

Kaup­samningum fjölgar um 4% milli mánaða sé miðað við árs­tíða­leið­réttar tölur og í fyrsta skipti á árinu voru kaup­samningar í mánuðinum fleiri í ár saman­borið við sama mánuð síðasta árs.

„Kaup­samningar í septem­ber voru 110 fleiri saman­borið við ágúst­mánuð og má rekja fjölgun þeirra til fjölgunar kaup­samninga á höfuð­borgar­svæðinu. Kaup­samningar á höfuð­borgar­svæðinu voru 517 í septem­ber, í ná­granna­sveitar­fé­lögum þess voru þeir 130 og annars staðar á landinu voru 137 samningar um í­búðar­hús­næði. Meðal­fjár­hæð kaup­samnings á höfuð­borgar­svæðinu var 79,4 m. kr., 54,5 m. kr. í ná­granna­sveitar­fé­lögum höfuð­borgar­svæðisins og 49,3 m. kr. annars staðar á landinu.“

Af þessum 517 kaup­samningum um í­búðar­hús­næði á höfuð­borgar­svæðinu voru 100 samningar um kaup á nýjum í­búðum.

Kaup­samningum um nýjar í­búðir á höfuð­borgar­svæðinu fjölgar um 64% milli mánaða en í ágúst var gerður 61 kaup­samningur um nýtt í­búðar­hús­næði.

Í Reykja­vík voru gerðir samningar um 289 í­búðir, þar af 36 nýjar, en hæst hlut­fall kaup­samninga vegna nýrra í­búða innan höfuð­borgar­svæðisins var í Garða­bæ eða 47%, þar sem 35 samningar af 75 voru um nýjar í­búðir.

Í Hafnar­firði seldust 52 í­búðir, þar af 14 nýjar í­búðir, og í Kópa­vogi var 71 kaup­samningur gerður, þar af 9 um nýjar í­búðir.

Í Mos­fells­bæ voru gerðir kaup­samningar um 24 í­búðir, þar af 6 um nýjar í­búðir og á Sel­tjarnar­nesi voru 6 kaup­samningar gerðir.

„Aukið líf hefur færst í um­sóknir og af­greiðslu hlut­deildar­lána“

Hlut­fall ungra kaup­enda, 30 ára og yngri, hækkaði á þriðja árs­fjórðungi. Ungir kaup­endur voru 28% af heildar­fjölda kaup­enda í fast­eigna­við­skiptum á höfuð­borgar­svæðinu á þriðja árs­fjórðungi saman­borið við 19,5% á öðrum árs­fjórðungi.

Þá greinir HMS frá því að „aukið líf hefur færst í um­sóknir og af­greiðslu hlut­deildar­lána HMS frá og með júní á þessu ári þegar há­marks­verð í­búða og tekju­við­mið um­sækjanda voru hækkuð.“

Hlut­deildar­lán eru úr­ræði fyrir fyrstu kaup­endur sem eru undir á­kveðnum tekju­mörkum. Lánin eru veitt til kaupa á nýjum í­búðum sem hafa verið sam­þykktar af HMS og upp­fylla skil­yrði hlut­deildar­lána m.t.t. stærðar og há­marks­verðs. Fyrstu kaup­endur eru þeir sem ekki hafa átt fast­eign sl. fimm ár.

„Á árunum 2020 til 2022 var hlutur ungra kaup­enda ó­venju hár og náði hann há­marki á þriðja árs­fjórðungi 2021 þegar hlut­fallið var 31,2%. Á árunum 2009-2018 var hlut­fall ungra kaup­enda hins vegar yfir­leitt lægra en það er nú. Skýra má fjölgun kaup­samninga á höfuð­borgar­svæðinu á þriðja árs­fjórðungi að miklu leyti til fjölgunar ungra kaup­enda,“ segir í skýrslunni.

Kaup­samningar á höfuð­borgar­svæðinu á þriðja árs­fjórðungi voru 1.342 saman­borið við 1.159 á öðrum árs­fjórðungi. Á sama tíma fór fjöldi ungra kaup­enda úr 226 í 375 milli árs­fjórðunga.

Á sama tíma fór fjöldi ungra kaup­enda úr 226 í 375 milli árs­fjórðunga. Þegar að­gengi að lána­mörkuðum breytist hefur það að jafnaði mest á­hrif á unga kaup­endur sem eru annað hvort að kaupa sína fyrstu fast­eign eða eru með lítið eigið fé. Á þriðja árs­fjórðungi ársins 2021 þegar vextir voru með lægsta móti voru ungir kaup­endur 1.300 talsins.

Sam­kvæmt HMS eru merki um að meira jafn­vægi sé að komast á fast­eigna­markaðinn. Fleiri í­búðir hafa verið teknar úr sölu síðustu tvo mánuði en síðasta ár þar á undan.

„Sam­kvæmt skamm­tíma­vísi hag­deildar voru 668 fast­eignir teknar úr sölu á höfuð­borgar­svæðinu í októ­ber sem er lítils háttar sam­dráttur frá því sem var í septem­ber þegar 717 fast­eignir voru teknar úr sölu.“