Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian hefur samþykkt að greiða bandaríska fjármálaeftirlitinu (SEC) 1,26 milljónir Bandaríkjadala, eða um 182 milljónir króna, vegna birtingu á duldri rafmyntaauglýsingu. Þetta kemur fram í grein hjá Financial Times.

Í tilkynningu frá eftirlitinu kemur fram að Kardashian hafi ekki upplýst um 250 þúsund dala greiðslu sem hún fékk vegna birtingu á duldri auglýsingu fyrir rafmyntaafurðina EthereumMax. Kim, sem hefur hvorki opinberlega játað eða neitað fyrir brotið, braut gegn ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum að sögn eftirlitsins.

Kim er með rúmlega 330 milljónir fylgjenda á Instagram og er á meðal topp tíu vin­sæl­ustu not­enda samfélagsmiðilsins.

Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian hefur samþykkt að greiða bandaríska fjármálaeftirlitinu (SEC) 1,26 milljónir Bandaríkjadala, eða um 182 milljónir króna, vegna birtingu á duldri rafmyntaauglýsingu. Þetta kemur fram í grein hjá Financial Times.

Í tilkynningu frá eftirlitinu kemur fram að Kardashian hafi ekki upplýst um 250 þúsund dala greiðslu sem hún fékk vegna birtingu á duldri auglýsingu fyrir rafmyntaafurðina EthereumMax. Kim, sem hefur hvorki opinberlega játað eða neitað fyrir brotið, braut gegn ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum að sögn eftirlitsins.

Kim er með rúmlega 330 milljónir fylgjenda á Instagram og er á meðal topp tíu vin­sæl­ustu not­enda samfélagsmiðilsins.