Fyrirtæki á borð við Apple og LVMH hafa notið góðs af vaxandi samskiptum vestrænna ríkja og Kína undanfarin ár. Fyrir ekki svo löngu síðan voru ástralskir vínframleiðendur einnig ofarlega á þeim lista en árið 2019 fór til að mynda 40% af öllu útfluttu áströlsku víni til Kína.

Árið 2020 lögðu Kínverjar hins vegar 169% toll á ástralskt vín og sökuðu Ástralíu um óheiðarlega viðskiptahætti. Aðgerðin kom þó skömmu eftir að Ástralir höfðu kallað eftir alþjóðlegri rannsókn á uppruna Covid-19.

Fyrirtæki á borð við Apple og LVMH hafa notið góðs af vaxandi samskiptum vestrænna ríkja og Kína undanfarin ár. Fyrir ekki svo löngu síðan voru ástralskir vínframleiðendur einnig ofarlega á þeim lista en árið 2019 fór til að mynda 40% af öllu útfluttu áströlsku víni til Kína.

Árið 2020 lögðu Kínverjar hins vegar 169% toll á ástralskt vín og sökuðu Ástralíu um óheiðarlega viðskiptahætti. Aðgerðin kom þó skömmu eftir að Ástralir höfðu kallað eftir alþjóðlegri rannsókn á uppruna Covid-19.

Kínverjar settu einnig tolla á ástralskt bygg og kol og var það því ljóst í augum margra að tollarnir voru í raun ekkert annað en efnahagslegar hefndaraðgerðir.

Áhrifin sem aðgerðirnar höfðu þó voru gríðarlegar. Árið 2023 var útflutningur á áströlsku víni til Kína aðeins 1% af því sem hann var árið 2019. Kínverskir neytendur færðu sig einnig yfir í hágæða vín frá öðrum löndum eins og Bandaríkjunum og hefur nú heildarútflutningur á áströlsku víni dregist saman um 35% síðan 2019.

Áhrifin voru þó ekki eins mikil á bygg og kol og voru Ástralir fljótir að finna sér aðra markaði eins og Indland og Japan.

Hágæðavörur eins og vín fylgja þó allt öðrum markaðsreglum og þurfa oft mikla fjárfestingu í sölu og markaðssetningu til að byggja upp vörumerki sitt í ákveðnu landi. Þær vörur verða því oft fyrir töluverðu barði þegar viðskiptadeilur hefjast.

Ástralska fyrirtækið Accolade Wines þurfti til dæmis nýlega að selja samstæðu sína til einkafjárfestingafyrirtækisins Bain Capital en vínframleiðandinn hafði skuldsett sig upp fyrir haus. Hlutabréf í Treasury Wine Estates hafa einnig lækkað um 40% síðan 2019 og eru voru tekjur fyrirtækisins 14% lægri í júní 2023 miðað við það sem þau voru fyrir fjórum árum síðan.

Ef samskipti milli Kína og vestrænna ríkja halda áfram að rýrna getur verið að bændur og námuverkamenn þurfi að finna sér aðra markaði á meðan þeir sem framleiða vínflöskur og tískuvörur sitja enn í súpunni.