Það þurfti ekki meira en eitt tíst á sam­fé­lags­miðlinum X til þess að öll helstu jarm­bréf (e. meme stock) í Banda­ríkjunum færu á flug á ný, sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Keith Gill, sem gengur undir nafninu „Roaring Kitty“ á Youtu­be og skrifar undir nafninu „DeepF—ing­Valu­e” á Reddit, hefur ekkert látið í sér heyra frá því hann átti stóran þátt í að þrýsta hluta­bréfa­verði GameStop í stjarn­fræði­legar hæðir árið 2021.

Það þurfti ekki meira en eitt tíst á sam­fé­lags­miðlinum X til þess að öll helstu jarm­bréf (e. meme stock) í Banda­ríkjunum færu á flug á ný, sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Keith Gill, sem gengur undir nafninu „Roaring Kitty“ á Youtu­be og skrifar undir nafninu „DeepF—ing­Valu­e” á Reddit, hefur ekkert látið í sér heyra frá því hann átti stóran þátt í að þrýsta hluta­bréfa­verði GameStop í stjarn­fræði­legar hæðir árið 2021.

Allir sam­fé­lags­miðlar Gill hafa legið í dvala síðast­liðin þrjú ár er hann birti ó­vænt ljós­mynd á sunnu­dags­kvöldið.

Á myndinni var ekki að finna auð­kenni neins hluta­bréfs né hvatti Gill fylgj­endur sína til að kaupa eða selja. Það skipti þó engu máli.

AMC og Gamestop á flug

Á mánu­daginn rauk gengi GameStop upp um 74%. Hluta­bréfa­verð tölvu­leikja­verslunarinnar hélt á­fram að hækka í gær og fór gengið upp um 60%.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur markaðs­virði GameStop aukist um 9,6 milljarða Banda­ríkja­dali síðast­liðna tvo daga sem sam­svarar um 1330 milljörðum króna.

Leikarinn Paul Dano lék Keith Gill í kvikmyndinni Dumb Money.
Leikarinn Paul Dano lék Keith Gill í kvikmyndinni Dumb Money.
© Skjáskot (Skjáskot)

Önnur jarm­bréf ruku einnig upp og fór hluta­bréfa­verð kvik­mynda­húsa­keðjunnar AMC upp um 135% á sama tíma­bili. Plug Power fór upp um 34%, Black­berry um 20% og Koss um 92%.