Verð­bólga í Banda­ríkjunum hjaðnaði í apríl­mánuði sam­hliða hægari verð­bólgu­þrýstingi sam­kvæmt tölum frá vinnu­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna rétt í þessu.

Verð­bólga á árs­grund­velli mældist 3,4% í apríl á meðan kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 3,6% og hefur hún ekki verið lægri síðan í apríl 2021.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er verð­bólgu­mælingin í sam­ræmi við væntingar hag­fræðinga og markaðs­aðila.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára lækkaði sam­hliða því að fram­virkir samningar með hluta­bréf hækkuðu.

Banda­ríkin eiga þó enn tölu­vert í land með að ná 2% verð­bólgu­mark­miði Seðla­bankans en tölur dagsins gefa þó von um að vextir verði lækkaðir á árinu.