Blikur eru á lofti í klámiðnaðinum samhliða vexti gervigreindarinnar en samkvæmt frétt Washington Post telja klámfyrirtækin að gervigreindin feli í sér breytingar til framtíðar, bæði góðar og slæmar.

Blikur eru á lofti í klámiðnaðinum samhliða vexti gervigreindarinnar en samkvæmt frétt Washington Post telja klámfyrirtækin að gervigreindin feli í sér breytingar til framtíðar, bæði góðar og slæmar.

Gervigreindin er talin geta dregið úr álagi á leikara og gert neytendum kleift að aðlaga efnið að sínum þörfum. Þá væru minni líkur á að leikarar yrðu beittir ofbeldi. Haft er eftir einum umboðsmanni að fyrirspurnir um kaup á eftirmynd ákveðinna klámleikara hafi aukist til muna.

Hin hliðin á peningnum væri aftur á móti að fólk gæti farið krókaleiðir til að framleiða efni sem brýtur í bága við lög, sem og efni af fólki sem hefur aldrei gefið leyfi. Ólíklegt þykir að sambærileg löggjöf og hefur litið dagsins ljós fyrir almenna leikara nái til klámiðnaðarins.