Ís­lenska krónan hefur styrkst um 0,81% gagn­vart Banda­ríkja­dal og 0,50% gagn­vart evru það sem af er degi, sam­kvæmt Keldunni.

Krónan hefur því styrkst um 1,63% gagn­vart Banda­ríkja­dal á árinu og er gengið 140,1 krónur í dag. Gengið náði há­marki í 25. janúar þegar það stóð í 144,8 krónum en krónan hefur hægt og ró­lega styrkt sig síðan þá.

Krónan hefur styrkst 0,79% gagn­vart evru það sem af er ári en evran náði einnig há­marki 25. Janúar þegar gengið stóð í 157,30 krónum. Gengið í dag er 150,4 krónur.