Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir samning um lán að fjárhæð 50 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, til að fjármagna styrkingu flutningskerfisins.

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og árangurs segir lánið vera hagstætt og á föstum vöxtum til 15 ára.

Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir samning um lán að fjárhæð 50 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, til að fjármagna styrkingu flutningskerfisins.

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og árangurs segir lánið vera hagstætt og á föstum vöxtum til 15 ára.

„Norræni fjárfestingarbankinn hefur verið traustur samstarfsaðili Landsnets um árabil. Það er ánægjulegt að segja frá því að rekstur Landsnets og framkvæmdir okkar í flutningskerfinu falla að sjálfbærniviðmiðum bankans varðandi mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Á meðal verkefna sem þetta lán fjármagnar er fyrsta tengivirki Landsnets þar sem búnaður er einangraður með grænu gasi, sem er umhverfisvænni kostur en áður hefur verið í boði. Við erum mjög ánægð með samninginn við Norræna fjárfestingarbankann, það traust sem hann sýnir Landsneti og þeim markmiðum sem við höfum sett fram í okkar áætlunum,” segir Guðlaug.