Heildarlaunapakki forstjóra félaga í S&P 500 vísitölunni nam að miðgildi 15,7 milljónum dala á síðasta ári, eða sem nemur tæplega 2,2 milljörðum króna, og hefur aldrei verið hærri.

Heildarlaunapakki forstjóra félaga í S&P 500 vísitölunni nam að miðgildi 15,7 milljónum dala á síðasta ári, eða sem nemur tæplega 2,2 milljörðum króna, og hefur aldrei verið hærri.

Nokkrir forstjóranna þénuðu yfir 50 milljónir dala árið 2023. Árið 2022 nam miðgildi launapakka forstjóranna 14,5 milljónum dala. Heildarlaun flestra forstjóranna hækkuðu um a.m.k. 9% og fjórðungur þeirra hækkaði heildarlaun sín um 25% eða meira.

Hock Tan, forstjóri Broadcom, var fremstur meðal jafningja með 162 milljóna dala heildarlaunapakka á síðasta ári, eða sem nemur um 22,5 milljörðum króna.

Til að sú fjárhæð skili sér í vasa hans þarf hann þó að vera innan raða félagsins í fimm ár til viðbótar, auk þess sem hlutabréfaverð félagsins þarf að vera á ákveðnum stað í október á næsta ári.