„Það er afstaða Gildis að ekki séu forsendur til að ganga til samninga um uppgjör Íbúðabréfanna á þeim grundvelli sem fjármála- og efnahagsráðherra leggur upp með.“

Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis og staðgengill framkvæmdastjóra.

Ofangreind afstaða sjóðsins var niðurstaða stjórnar í ljósi þeirra afgerandi lögfræðiálita sem fram hafa komið um réttarstöðu bréfanna og eigenda þeirra.

Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis fór yfir málið og kynnti afstöðu stjórnarinnar á fjölmennum sjóðfélagafundi síðdegis í dag.

„Það er afstaða Gildis að ekki séu forsendur til að ganga til samninga um uppgjör Íbúðabréfanna á þeim grundvelli sem fjármála- og efnahagsráðherra leggur upp með.“

Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis og staðgengill framkvæmdastjóra.

Ofangreind afstaða sjóðsins var niðurstaða stjórnar í ljósi þeirra afgerandi lögfræðiálita sem fram hafa komið um réttarstöðu bréfanna og eigenda þeirra.

Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis fór yfir málið og kynnti afstöðu stjórnarinnar á fjölmennum sjóðfélagafundi síðdegis í dag.

Davíð segir sjóðinn eftir sem áður reiðubúinn að hlusta á tillögur af hálfu ráðherrans. „Við höfum hins vegar ekki séð neinar slíkar tillögur hingað til, og erum algerlega ósammála þeim útgangspunkti sem hann hefur talað út frá. Miðað við þær forsendur og þau samningsmarkmið sem hann hefur kynnt er það því okkar afstaða að ekki sé grundvöllur til að taka upp viðræður.“

Hann telur ennfremur afar ólíklegt að hugmyndir Bjarna njóti stuðnings innan þingsins í ljósi áðurnefndra lögfræðiálita.

Fyrsta samningsmarkmið Bjarna út um þúfur

Aðrir heimildarmenn Viðskiptablaðsins herma að lífeyrissjóðirnir hafi fundað um næstu skref í málinu á þriðjudaginn. Sjóðirnir munu hafa verið sammála um að hafna viðræðum um uppgjör eigna og skulda ÍL-sjóðs á grundvelli fyrsta samningamarkmiðs fjármálaráðuneytisins um efndir á greiðslu höfuðstóls og áfallinna vaxta en ekki eftirstöðva framtíðarskuldbindinga.

Sjóðirnir eru sagðir hafa tilkynnt Steinþóri Pálssyni, fulltrúa ráðuneytisins í samtali við kröfuhafa, um þessa afstöðu sína til uppgjörsviðræðna.